Karen Elísabet Halldórsdóttir tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er annar varaþingmaður kjördæmisins, bæjarfulltrúi í Kópavogi og starfar einnig sem skrifstofustjóri Raftækjasölunnar ehf.
Í tilkynningu frá Karenu Elísabetu kemur fram að hún hafi sinnt fjölbreyttum nefndarstörfum í Kópavogi ásamt setu í bæjarstjórn, svo sem formaður í Lista og menningarráði, varaformaður bæjarráðs, velferðarnefnd, barnavernd og skólanefnd.
„Situr einnig í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga. Trúnaðarstörf í Sjálfstæðisflokknum eru m.a. seta í miðstjórn og formennska í Efnahags og viðskiptanefnd flokksins.
Karen hefur B.A gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun.
Helstu áherslur í prófkjöri eru áframhaldandi lækkun skatta og álaga ásamt því að hlúa að festu að innviðum landsins s.s. í heilbrigðisþjónustu og velferðarmálum. Taka þarf ákveðin skref í átt að verndun náttúru í ljósi mikils ferðamannastraums og ákveða verður hið fyrsta að setja á komugjöld eða aðra gjaldtöku vegna álags á viðkvæma innviði landsins.
Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt miklum árlegum fjölda ferðamanna kallar á umbyltingu í almenningssamgöngum sem og verður að styrkja vegakerfið þar sem að umferð er mest.
„Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn endurspegli þverskurð þjóðarinnar á framboðslistum sínum um allt land. Ég tel mig vera fulltrúa sjálfstæðra kvenna ásamt því að reynsla mín í sveitastjórnarmálum og rekstri getur orðið þingi og þjóð til gagns“,“ segir í tilkynningunni frá Karenu Elísabetu.
Karen Elísabet tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum
Atli Ísleifsson skrifar
