Stelpur rokka! í Vestur-Afríku Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 14:06 Lokatónleikar tógóísku rokksumarbúðanna eru í kvöld. Sól í Tógó „Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo. Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo.
Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög