Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 14:35 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. fréttblaðið/Stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“ Brexit Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“
Brexit Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira