Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. ágúst 2016 14:41 Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Vísir/Loftmyndir Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira