Kanadíska fótboltalandsliðið vann til bronsverðlauna á öðrum Ólympíuleikunum í röð þegar liðið bar sigurorð af Brasilíu, 2-1, í leiknum um 3. sætið í dag.
Deanne Rose og Christine Sinclair, liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá Portland Thorns, skoruðu mörk Kanada í leiknum á Corinthians Arena í dag.
Sinclair er bæði lang leikja- og markahæsti leikmaður kanadíska landsliðsins frá upphafi en þessi reynslubolti lék sinn fyrsta landsleik árið 2000.
Beatriz skoraði mark Brassa sem tókst ekki að ná í medalíu á heimavelli.
Þýskaland og Svíþjóð mætast í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 20:30 í kvöld.
