Ekkert mark var skorað þegar Fjarðabyggð og Selfoss áttust við í fyrsta leik 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld.
Bæði lið hafa verið dugleg að gera jafntefli að undanförnu. Þetta var fjórða jafntefli Fjarðabyggðar í síðustu fimm leikjum en liðið er með 17 stig í 10. sæti deildarinnar.
Með sigri á Þór á sunnudaginn kemst Huginn upp fyrir nágranna sína og skilur þá eftir í fallsæti.
Selfyssingar hafa gefið eftir að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig.
Sautjánda umferðin heldur áfram á morgun þegar þrír leikir fara fram. Henni lýkur svo með tveimur leikjum á sunnudaginn.
Markalaust fyrir austan
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn

Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


