Eiríkur Bergmann: Trump mun sækja enn harðar að Clinton sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 12:42 Línur farnar að skýrast eftir landsþing flokkanna tveggja, segir stjórnmálfræðingur. Clinton er með forskot á Trump. vísir/getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent