Hver var Humayun Khan? Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2016 14:54 Foreldrar Humayun Khan ávörpuðu flokksþing demókrata á dögunum. Vísir/AFP Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent