Icelandair um mál 14 ára drengsins: Gengu úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 13:09 Guðjón segir algengt að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu. Vísir/Pjetur Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14