Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Donald Trump hefur með framferði sínu vakið bæði reiði og ugg meðal áhrifamanna í Repúblikanaflokknum. Vísir/EPA Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24