Þurfti að kaupa dóttur sína: „Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2016 23:42 Hildur Antonsdóttir í leik með Val til vinstri og Ragnheiður Víkingsdóttir, að taka við Íslandsmeistaratitlinum árið 1989 í búningi Vals, á myndinni til hægri. Vísir Ragnheiður Víkingsdóttir, goðsögn í kvennaknattspyrnu á Íslandi og móðir systranna Hildar og Heiðu Antonsdætra, vandar uppeldisfélagi þeirra systra ekki kveðjurnar. Báðar fundu sér ný lið á dögunum og segir Ragnheiður þær hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hjá félaginu. Ragnheiður spilaði bæði með Val og þjálfaði á sínum tíma og samanlagt hafa mæðgurnar unnið tugi titla með þeim rauðklæddu. Þegar upp var staðið hafi Valsmenn ekki staðið við munnlegt samkomulag og hún sjálf þurft að greiða fyrir dóttur sína, 200 þúsund krónur.Síendurtekið niðurbrot Ragnheiður segir að það sé með sorg í hjarta sem hún upplýsi að dæturnar hafi upplifað mjög erfitt ár hjá Val. Eftir að hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hafi Heiða gert sér grein fyrir að hún yrði að koma sér út úr aðstæðum áður en verri skaði hlytist af. Af illri nauðsyn hafi hún því hætt í Val í lok maí. Hildur hafi svo upplifað sama niðurbrot en ætlað að þrauka út tímabilið. Það hafi þó komið að þeim tímapunkti að hún hafi ekki getað meira og því farið fram á að fá að fara frá félaginu. „Þetta voru þeim gífurlega þung og erfið spor, þar sem að þær voru að skilja við uppeldisfélagið Val og marga frábæra liðsfélaga. En af illri nauðsyn tóku þær þetta skref, því ytra umhverfi var ekkert að fara að breytast.“Heiða Dröfn Antonsdóttir í Valsbúningnum.Vísir/Andri MarinóKeyptu dóttur sína Ragnheiður segir að fjölskyldan hafi fengið staðfestingu á því að þær mættu fara í hvaða félag sem þær vildu. Einnig hafi foreldrarnir fengið staðfestingu á því á fundi nýlega að peningar myndu ekki standa í vegi fyrir þeim. Það hafi reynst öðru nær. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik.“ Samkvæmt heimildum Vísis átti Hildur aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum hjá Val og renndu nokkur félög hýru auga til hennar þegar ljóst var að hún vildi komast burtu frá Val. Hildur gekk til liðs við Breiðablik en ekki fyrr en hún þurfti að gefa eftir 200 þúsund króna launagreiðslu, sem hún átti inni hjá félaginu. Með hjálp sálfræðings taki Hildur og Heiða því næstu skref hjá öðrum liðum og eiga án efa eftir að blómstra þar. Heiða gekk til liðs við HK/Víking en Hildur er kominn í raðir Breiðabliks.40 ára saga endar illa „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ara saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“Pistil Ragnheiðar í heild má sjá hér að neðan. Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðs Vals. Liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.Vísir/ErnirÞjálfarinn kannast ekki við ósætti í klefanumÓlafur Brynjólfsson, þjálfari Valskvenna, var spurður út í fjarveru Antonsdætra eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki þann 19. júlí. Honum tókst ekki að manna varamannabekkinn í þeim leik og systrurnar hvergi sjáanlegar. „Heiða er hætt og Hildur er að hugsa sín mál,“ sagði Ólafur í viðtali við Fótbolti.net. Þegar gengið var á hann sagðist hann lítið vita um ástæðurnar þar að baki. „Nei, ég eiginlega bara veit það ekki sjálfur. Þegar maður fær leið á fótbolta er betra að draga sig í hlé en hitt,“ sagði þjálfarinn. Þá kannaðist hann ekkert við ósætti í búningsklefa þeirra Valskvenna, þvert á móti væri mikill stígandi í liðinu, hann væri mjög ánægður með liðið sem væri að ná vel saman og hrósaði Margréti Láru Viðarsdóttur fyrir jöfnunarmarkið. Það væri gulls í gildi að vera með stelpu í liðinu sem gæti skorað mörk upp úr þurru. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ragnheiður Víkingsdóttir, goðsögn í kvennaknattspyrnu á Íslandi og móðir systranna Hildar og Heiðu Antonsdætra, vandar uppeldisfélagi þeirra systra ekki kveðjurnar. Báðar fundu sér ný lið á dögunum og segir Ragnheiður þær hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hjá félaginu. Ragnheiður spilaði bæði með Val og þjálfaði á sínum tíma og samanlagt hafa mæðgurnar unnið tugi titla með þeim rauðklæddu. Þegar upp var staðið hafi Valsmenn ekki staðið við munnlegt samkomulag og hún sjálf þurft að greiða fyrir dóttur sína, 200 þúsund krónur.Síendurtekið niðurbrot Ragnheiður segir að það sé með sorg í hjarta sem hún upplýsi að dæturnar hafi upplifað mjög erfitt ár hjá Val. Eftir að hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hafi Heiða gert sér grein fyrir að hún yrði að koma sér út úr aðstæðum áður en verri skaði hlytist af. Af illri nauðsyn hafi hún því hætt í Val í lok maí. Hildur hafi svo upplifað sama niðurbrot en ætlað að þrauka út tímabilið. Það hafi þó komið að þeim tímapunkti að hún hafi ekki getað meira og því farið fram á að fá að fara frá félaginu. „Þetta voru þeim gífurlega þung og erfið spor, þar sem að þær voru að skilja við uppeldisfélagið Val og marga frábæra liðsfélaga. En af illri nauðsyn tóku þær þetta skref, því ytra umhverfi var ekkert að fara að breytast.“Heiða Dröfn Antonsdóttir í Valsbúningnum.Vísir/Andri MarinóKeyptu dóttur sína Ragnheiður segir að fjölskyldan hafi fengið staðfestingu á því að þær mættu fara í hvaða félag sem þær vildu. Einnig hafi foreldrarnir fengið staðfestingu á því á fundi nýlega að peningar myndu ekki standa í vegi fyrir þeim. Það hafi reynst öðru nær. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik.“ Samkvæmt heimildum Vísis átti Hildur aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum hjá Val og renndu nokkur félög hýru auga til hennar þegar ljóst var að hún vildi komast burtu frá Val. Hildur gekk til liðs við Breiðablik en ekki fyrr en hún þurfti að gefa eftir 200 þúsund króna launagreiðslu, sem hún átti inni hjá félaginu. Með hjálp sálfræðings taki Hildur og Heiða því næstu skref hjá öðrum liðum og eiga án efa eftir að blómstra þar. Heiða gekk til liðs við HK/Víking en Hildur er kominn í raðir Breiðabliks.40 ára saga endar illa „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ara saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“Pistil Ragnheiðar í heild má sjá hér að neðan. Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðs Vals. Liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.Vísir/ErnirÞjálfarinn kannast ekki við ósætti í klefanumÓlafur Brynjólfsson, þjálfari Valskvenna, var spurður út í fjarveru Antonsdætra eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki þann 19. júlí. Honum tókst ekki að manna varamannabekkinn í þeim leik og systrurnar hvergi sjáanlegar. „Heiða er hætt og Hildur er að hugsa sín mál,“ sagði Ólafur í viðtali við Fótbolti.net. Þegar gengið var á hann sagðist hann lítið vita um ástæðurnar þar að baki. „Nei, ég eiginlega bara veit það ekki sjálfur. Þegar maður fær leið á fótbolta er betra að draga sig í hlé en hitt,“ sagði þjálfarinn. Þá kannaðist hann ekkert við ósætti í búningsklefa þeirra Valskvenna, þvert á móti væri mikill stígandi í liðinu, hann væri mjög ánægður með liðið sem væri að ná vel saman og hrósaði Margréti Láru Viðarsdóttur fyrir jöfnunarmarkið. Það væri gulls í gildi að vera með stelpu í liðinu sem gæti skorað mörk upp úr þurru.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32