Svo gæti farið að heimili poppsöngvarans Prince, sem lést fyrr á árinu eftir ofneyslu verkjalyfja, verði selt gegn vilja fjölskyldu hans. Bankinn sem sá um fjármál popparans hefur óskað þess að fá að selja margar af eignir popparans og þar á meðal er glæsihýsi hans við Paisley Park þar sem stjarnan bjó og rak sitt eigið hljóðver.
Talið er að eignin sé rúmlega 800 milljón króna virði en hún er yfir 5500 fermetrar. Bankinn hefur þegar ráðið fasteignasala til þess að sjá um söluna en erfingjar popparans ætla að reyna allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir söluna. Talað er um að áhugi sé þeirra megin til þess að breyta heimilinu í safn.
Fréttastofa TMZ greindi frá.
Barist um heimili Prince

Tengdar fréttir

Jimmy Fallon minnist Prince með skemmtilegustu borðtennissögu sem þú hefur heyrt
Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, lést í síðustu viku aðeins 57 ára að aldri.

Prince dó úr of stórum skammti af ópíumlyfjum
Innan við viku áður en hann lést þurfti óvænt að lenda flugvél sem hann var í þar sem hann var meðvitundarlaus.

Prince átti að hitta lækni vegna verkjalyfjafíknar daginn eftir að hann lést
Læknirinn sem um ræðir er sérfræðingur í meðferð við ópíatafíkn.