Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 18:53 Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira