Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 3-1 | Óttar Magnús sökkti Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 vísir/eyþór Óttar Magnús Karlsson skoraði þrennu þegar Víkingur R. lyfti sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á Breiðabliki. Blikar byrjuðu leikinn vel og komust yfir á 8. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Svo tóku Víkingar leikinn einfaldlega yfir og voru mun sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks. Óttar jafnaði metin með skalla af stuttu færi fjórum mínútum fyrir hálfleik og hann bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Bæði mörkin komu eftir að Damir Muminovic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 65. mínútu. Blikar eru áfram í 4. sæti en nú munar aðeins tveimur stigum á þeim og Víkingum.Af hverju vann Víkingur? Fyrri hálfleikurinn var vel spilaður af beggja hálfu. Víkingar voru sterkari aðilinn en Blikar minntu alltaf á sig með beittum skyndisóknum eins og þeirri sem þeir skoruðu úr. Þrátt fyrir að lenda undir treystu Víkingar skipulaginu og héldu áfram að gera það sem lagt var upp með. Spilið gekk frábærlega, var sannfærandi og öruggt, og það skilaði loks marki á 41. mínútu þegar Óttar skoraði sitt fyrsta mark. Í seinni hálfleik voru heimamenn svo miklu sterkari aðilinn og hreinlega hlupu yfir Blikaliðið sem átti fá svör. Gestirnir vörðust þó ágætlega þangað til Damir fékk rauða spjaldið. Þá opnaðist pláss í vörninni sem Óttar nýtti til að skora seinni tvö mörkin sín.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Óttar Magnús sem skoraði fullkomna þrennu, með hægri, vinstri og skalla. Strákurinn hefur slegið í gegn í sumar og Víkingar virðast ekki þurfa að hafa áhyggjur af brotthvarfi Gary Martin miðað við frammistöðu Óttars í kvöld. Hann var þó ekki sá eini sem spilaði vel hjá heimamönnum. Vladimir Tufegdzic var síógnandi og fiskaði þrjú gul spjöld á leikmenn Breiðabliks, þar af bæði spjöldin á Damir. Ívar Örn Jónsson var líka magnaður í vinstri bakverðinum þótt spyrnur hans í föstum leikatriðum hafi oft verið betri. Hjá Blikum var Árni sá eini sem sýndi lit allan tímann. Hann skoraði gott mark og hélt áfram að reyna allt til loka, þrátt fyrir takmarkaða þjónustu.Hvað gekk illa? Leikur Blika í seinni hálfleik var ekki góður og það vantaði allan slagkraft í liðið. Gestirnir hættu að ógna í skyndisóknum og á tímabili komust þeir varla út úr eigin vítateig. Varnarleikurinn hélt þó þangað til Damir var rekinn af velli fyrir heimskulega tæklingu. Víkingar nýttu sér svo liðsmuninn til hins ítrasta. Eftir annað mark Óttars voru Blikar aldrei líklegir til að jafna og þeir fengu svo þriðja markið í andlitið átta mínútum fyrir leikslok.Hvað gerist næst? Víkingar eru komnir í hörku baráttu um Evrópusæti en þeir mæta Val á útivelli í næstu umferð. Blikar eru áfram fimm stigum á eftir toppliði FH en þeir virðast ekki hafa það sem til þarf til að taka þátt í toppbaráttunni af alvöru. Breiðablik mætir Þrótti á heimavelli í næstu umferð.Milos: Besti leikur liðsins undir minni stjórn Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort leikurinn í kvöld hafi verið sá besti hjá liðinu undir hans stjórn. „Ég myndi segja það. Spilalega séð vorum við góðir allan tímann. Við fengum reyndar á okkur svolítið barnalegt mark en fyrir utan það var þetta besti leikur okkar, allavega hingað til,“ sagði Milos eftir leik. „Þetta var skemmtilegur leikur og Blikar eiga hrós skilið, þeir komu hingað og vildu spila fótbolta. Þetta voru tvö lið sem vildu spila fótbolta og það er skemmtilegt,“ sagði Milos. Damir Muminovic fékk að líta rauða spjaldið 25 mínútum fyrir leikslok og Milos segir að það hafi hjálpað til. „Það hjálpaði að sjálfsögðu, þá fengum við aðeins meira svæði. Blikaliðið hefur spilað frábæra vörn síðan Arnar Grétarsson tók við því. Þetta er mjög gott lið og ég er hrifinn af spilamennsku þess. Það er ekki sjálfgefið að opna þá vinstri hægri,“ sagði Milos. Hann var að sjálfsögðu ánægður með framlag Óttars Magnúsar Karlssonar sem skoraði öll þrjú mörk Víkinga í leiknum. „Hann er á réttri leið. Hann skoraði fullkomna þrennu í dag, með hægri, vinstri og skalla. En ég vil líka hrósa hinum sem unnu frábæra vinnu og liðið spilaði sinn besta fótbolta í dag,“ sagði Milos að endingu.Arnar: Þeir vildu þetta miklu meira Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var hundsvekktur með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Víkingum í kvöld. „Mér fannst spila ágætlega í fyrri hálfleik. Þetta var jafn leikur og bæði lið fengu færi. En svo gerðist eitthvað í seinni hálfleik sem ég hef engar skýringar á. Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik og þeir voru yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Arnar í leikslok. „Þeir voru grimmari, vildu þetta miklu meira og það var eins og þeir væru að keppa að einhverju. Ég er gríðarlega ósáttur við spilamennskuna og þetta var gullið tækifæri sem fór forgörðum,“ sagði Arnar en bæði FH og Stjörnunni mistókst að vinna í kvöld. „Ég er hálf orðlaus, við vorum undir á öllum sviðum. Það er bara þannig. Þetta er svekkjandi í ljósi þess að við erum búnir að tapa fimm stigum á stuttum tíma og það eru fimm stig í toppinn,“ sagði þjálfarinn. Blikar eru áfram fimm stigum á eftir toppliði FH. En telur Arnar að hans menn séu enn með í toppbaráttunni? „Ég held við ættum ekkert að hugsa um það. Við ættum bara að hugsa um næsta leik og fara að vinna leiki. Allt þetta tal um að gera eitthvað fer greinilega illa í menn,“ sagði Arnar sem vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið sem Damir Muminovic fékk 25 mínútum fyrir leikslok.Óttar Magnús: Er framherji að upplagi Óttar Magnús Karlsson, hetja Víkinga gegn Breiðabliki, var merkilega rólegur eftir leikinn í kvöld, þrátt fyrir að vera nýbúinn að skora þrennu gegn sterku liði Blika. „Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi leiks en það er frábært að vinna þennan leik og ná þremur stigum,“ sagði Óttar. „Þetta gekk nokkuð vel. Ég er kominn í ryþma, farinn að byrja leiki og það er gaman þegar vel gengur,“ bætti þessi efnilegi leikmaður við. Óttar spilaði sem fremsti maður í leiknum í kvöld. Hann segist kunna vel við sig í því hlutverki. „Þetta er mjög fínt. Ég hef verið frammi undanfarin ár og er framherji að upplagi. En ég get leyst báðar kantstöðurnar,“ sagði Óttar sem segist ekki finna fyrir pressu að taka við hlutverki Garys Martin hjá Víkingi, en Englendingurinn er farinn á láni til Lilleström. „Alls ekki, þetta er bara tilhlökkun. Ég er bara spenntur að hjálpa liðinu að ná í fleiri stig,“ sagði Óttar hógvær að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Óttar Magnús Karlsson skoraði þrennu þegar Víkingur R. lyfti sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á Breiðabliki. Blikar byrjuðu leikinn vel og komust yfir á 8. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Svo tóku Víkingar leikinn einfaldlega yfir og voru mun sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks. Óttar jafnaði metin með skalla af stuttu færi fjórum mínútum fyrir hálfleik og hann bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Bæði mörkin komu eftir að Damir Muminovic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 65. mínútu. Blikar eru áfram í 4. sæti en nú munar aðeins tveimur stigum á þeim og Víkingum.Af hverju vann Víkingur? Fyrri hálfleikurinn var vel spilaður af beggja hálfu. Víkingar voru sterkari aðilinn en Blikar minntu alltaf á sig með beittum skyndisóknum eins og þeirri sem þeir skoruðu úr. Þrátt fyrir að lenda undir treystu Víkingar skipulaginu og héldu áfram að gera það sem lagt var upp með. Spilið gekk frábærlega, var sannfærandi og öruggt, og það skilaði loks marki á 41. mínútu þegar Óttar skoraði sitt fyrsta mark. Í seinni hálfleik voru heimamenn svo miklu sterkari aðilinn og hreinlega hlupu yfir Blikaliðið sem átti fá svör. Gestirnir vörðust þó ágætlega þangað til Damir fékk rauða spjaldið. Þá opnaðist pláss í vörninni sem Óttar nýtti til að skora seinni tvö mörkin sín.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Óttar Magnús sem skoraði fullkomna þrennu, með hægri, vinstri og skalla. Strákurinn hefur slegið í gegn í sumar og Víkingar virðast ekki þurfa að hafa áhyggjur af brotthvarfi Gary Martin miðað við frammistöðu Óttars í kvöld. Hann var þó ekki sá eini sem spilaði vel hjá heimamönnum. Vladimir Tufegdzic var síógnandi og fiskaði þrjú gul spjöld á leikmenn Breiðabliks, þar af bæði spjöldin á Damir. Ívar Örn Jónsson var líka magnaður í vinstri bakverðinum þótt spyrnur hans í föstum leikatriðum hafi oft verið betri. Hjá Blikum var Árni sá eini sem sýndi lit allan tímann. Hann skoraði gott mark og hélt áfram að reyna allt til loka, þrátt fyrir takmarkaða þjónustu.Hvað gekk illa? Leikur Blika í seinni hálfleik var ekki góður og það vantaði allan slagkraft í liðið. Gestirnir hættu að ógna í skyndisóknum og á tímabili komust þeir varla út úr eigin vítateig. Varnarleikurinn hélt þó þangað til Damir var rekinn af velli fyrir heimskulega tæklingu. Víkingar nýttu sér svo liðsmuninn til hins ítrasta. Eftir annað mark Óttars voru Blikar aldrei líklegir til að jafna og þeir fengu svo þriðja markið í andlitið átta mínútum fyrir leikslok.Hvað gerist næst? Víkingar eru komnir í hörku baráttu um Evrópusæti en þeir mæta Val á útivelli í næstu umferð. Blikar eru áfram fimm stigum á eftir toppliði FH en þeir virðast ekki hafa það sem til þarf til að taka þátt í toppbaráttunni af alvöru. Breiðablik mætir Þrótti á heimavelli í næstu umferð.Milos: Besti leikur liðsins undir minni stjórn Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort leikurinn í kvöld hafi verið sá besti hjá liðinu undir hans stjórn. „Ég myndi segja það. Spilalega séð vorum við góðir allan tímann. Við fengum reyndar á okkur svolítið barnalegt mark en fyrir utan það var þetta besti leikur okkar, allavega hingað til,“ sagði Milos eftir leik. „Þetta var skemmtilegur leikur og Blikar eiga hrós skilið, þeir komu hingað og vildu spila fótbolta. Þetta voru tvö lið sem vildu spila fótbolta og það er skemmtilegt,“ sagði Milos. Damir Muminovic fékk að líta rauða spjaldið 25 mínútum fyrir leikslok og Milos segir að það hafi hjálpað til. „Það hjálpaði að sjálfsögðu, þá fengum við aðeins meira svæði. Blikaliðið hefur spilað frábæra vörn síðan Arnar Grétarsson tók við því. Þetta er mjög gott lið og ég er hrifinn af spilamennsku þess. Það er ekki sjálfgefið að opna þá vinstri hægri,“ sagði Milos. Hann var að sjálfsögðu ánægður með framlag Óttars Magnúsar Karlssonar sem skoraði öll þrjú mörk Víkinga í leiknum. „Hann er á réttri leið. Hann skoraði fullkomna þrennu í dag, með hægri, vinstri og skalla. En ég vil líka hrósa hinum sem unnu frábæra vinnu og liðið spilaði sinn besta fótbolta í dag,“ sagði Milos að endingu.Arnar: Þeir vildu þetta miklu meira Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var hundsvekktur með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Víkingum í kvöld. „Mér fannst spila ágætlega í fyrri hálfleik. Þetta var jafn leikur og bæði lið fengu færi. En svo gerðist eitthvað í seinni hálfleik sem ég hef engar skýringar á. Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik og þeir voru yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Arnar í leikslok. „Þeir voru grimmari, vildu þetta miklu meira og það var eins og þeir væru að keppa að einhverju. Ég er gríðarlega ósáttur við spilamennskuna og þetta var gullið tækifæri sem fór forgörðum,“ sagði Arnar en bæði FH og Stjörnunni mistókst að vinna í kvöld. „Ég er hálf orðlaus, við vorum undir á öllum sviðum. Það er bara þannig. Þetta er svekkjandi í ljósi þess að við erum búnir að tapa fimm stigum á stuttum tíma og það eru fimm stig í toppinn,“ sagði þjálfarinn. Blikar eru áfram fimm stigum á eftir toppliði FH. En telur Arnar að hans menn séu enn með í toppbaráttunni? „Ég held við ættum ekkert að hugsa um það. Við ættum bara að hugsa um næsta leik og fara að vinna leiki. Allt þetta tal um að gera eitthvað fer greinilega illa í menn,“ sagði Arnar sem vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið sem Damir Muminovic fékk 25 mínútum fyrir leikslok.Óttar Magnús: Er framherji að upplagi Óttar Magnús Karlsson, hetja Víkinga gegn Breiðabliki, var merkilega rólegur eftir leikinn í kvöld, þrátt fyrir að vera nýbúinn að skora þrennu gegn sterku liði Blika. „Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi leiks en það er frábært að vinna þennan leik og ná þremur stigum,“ sagði Óttar. „Þetta gekk nokkuð vel. Ég er kominn í ryþma, farinn að byrja leiki og það er gaman þegar vel gengur,“ bætti þessi efnilegi leikmaður við. Óttar spilaði sem fremsti maður í leiknum í kvöld. Hann segist kunna vel við sig í því hlutverki. „Þetta er mjög fínt. Ég hef verið frammi undanfarin ár og er framherji að upplagi. En ég get leyst báðar kantstöðurnar,“ sagði Óttar sem segist ekki finna fyrir pressu að taka við hlutverki Garys Martin hjá Víkingi, en Englendingurinn er farinn á láni til Lilleström. „Alls ekki, þetta er bara tilhlökkun. Ég er bara spenntur að hjálpa liðinu að ná í fleiri stig,“ sagði Óttar hógvær að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira