Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland sem steinlá, 4-0, fyrir FC København í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Sömu lokatölur hafa því verið í fyrstu þremur leikjum Nordsjælland á tímabilinu. Liðið vann 4-0 sigur á Viborg í 1. umferðinni en tapaði með sömu markatölu fyrir Midtjylland í síðustu umferð.
Rúnar var þriðja leikinn í röð í byrjunarliði Nordsjælland og hann hafði nóg að gera í dag. Leikmenn FCK sóttu grimmt og áttu alls 13 skot á mark gestanna.
Andrija Pavlovic kom heimamönnum yfir á 21. mínútu og sex mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði Rasmus Falk forystu FCK. Kasper Kusk bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
FCK er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Nordsjælland er í 6. sæti með þrjú stig.
Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk annan leikinn í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn