Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland sem steinlá, 4-0, fyrir FC København í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Sömu lokatölur hafa því verið í fyrstu þremur leikjum Nordsjælland á tímabilinu. Liðið vann 4-0 sigur á Viborg í 1. umferðinni en tapaði með sömu markatölu fyrir Midtjylland í síðustu umferð.
Rúnar var þriðja leikinn í röð í byrjunarliði Nordsjælland og hann hafði nóg að gera í dag. Leikmenn FCK sóttu grimmt og áttu alls 13 skot á mark gestanna.
Andrija Pavlovic kom heimamönnum yfir á 21. mínútu og sex mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði Rasmus Falk forystu FCK. Kasper Kusk bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
FCK er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Nordsjælland er í 6. sæti með þrjú stig.
Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk annan leikinn í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
