Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem nú stendur yfir í Cleveland í Ohio. vísir/epa Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00