Berserkir úr Fossvoginum ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Útmeð'a.
Útmeð'a er átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi.
Málefnið snertir Berserki en Daníel Freyr Sigurðarson, leikmaður liðsins og góður félagi, stytti sér aldur í september í fyrra.
Berserkir ætla að heiðra minningu Daníels með því að hlaupa til styrktar Útmeð'a í Reykjavíkurmaraþoninu 20. ágúst og leggja þar með sitt af mörkum til þess að fækka sjálfsvígum ungra karla á Íslandi.
Heita má á Berserki í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér.
Berserkir hlaupa fyrir vin sinn sem tók eigið líf
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

