Fjórða lagið úr Island Songs seríu Ólafs Arnalds heitir Öldurót en það vinnur hann með kollega sínum Atla Örvarssyni. Báðir hafa þeir félagar unnið við það að gera tónlist fyrir kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Bæði í Hollywood og víðar.
Lagið er unnið á Akureyri, heimabæ Örvars og Baldvins Z leikstjóra sem tekur upp myndböndin og vinnur að gerð samnefndrar kvikmyndar sem frumsýnd verður í vetur. Undir leikur Sínfóníusveit Norðurlands. Sem fyrr er allt hljóðritað og skotið á sömu stundu.
Þrjú lög eru eftir úr Island Song seríu Ólafar en nýtt lag kemur út á hverjum mánudegi. Samkvæmt heimildum Vísis verður það heimsfræg söngstjarna sem vinnur með honum lokalagið sem skotið verður í Reykjavík.
Ólafur Arnalds Island Songs: Vinnur með kollega á Akureyri
Tengdar fréttir

Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd
Tónlistarmaðurinn og leikstjórinn flakka saman um landið við upptökur á tónlistarmyndinni Islandsongs.

Ólafur Arnalds Island Songs: Minnist fórnarlamba snjóflóða á Flateyri
Önnur stoppustöð Ólafs Arnalds í Íslands verkefni sínu er Önundarfjörður.

Fyrsta lag Island songs byggt á atriði úr Vonarstræti
Ólafur Arnalds gefur út fyrsta lagið af sjö úr seríunni Island songs. Baldvin Z gerir myndbandið.

Kiasmos fagnað í London með víkingaklappinu
Það lítur út fyrir að Englendingar séu búnir að fyrirgefa Íslendingum fyrir tapið á EM.

Ólafur Arnalds Island Songs: Með feðgum á Selvogi
Þriðja lagið í Island Songs heitir Raddir og er unnið með feðgunum Hilmari Erni og Georg Kára.