KÁ AKÁ: Bjartasta von norðlenska rappsins gefur út Vaknaðu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júlí 2016 20:00 Rapparinn KÁ AKÁ hefur á hálfu ári verið að koma sér á kortið sem bjartasta von norðlenska hiphopsins. Hann kemur frá Akureyri og gefur í kvöld út sitt fimmta lag Vaknaðu við tölvuskreytt myndband leikstjórans Jóns Þórs Sigurðssonar.Lagið má sjá og heyra hér fyrir ofan.Senan á Akureyri að lifna viðHér er algjörlega um norðlenska afurð að ræða þar sem allir sem komu að laginu er úr hiphop-senunni á Akureyri sem vaknar nú til lífsins aftur eftir dvala. Hér koma bæði nýgræðingar og vanir menn við sögu því tónlistina gerir enginn annar en Toggi Nolem, liðsmaður Skyttanna. „Ég er að reyna halda hiphoppinu gangandi hér á Akureyri,“ segir KÁ AKÁ sem heitir Halldór Kristinn Harðarson réttu nafni. „Það eru góðir rapparar sem hafa komið frá Akureyri. Skytturnar, Kött Grá Pjé og fleiri. Það hefur þó ekki verið að gerast mikið undanfarið og nú ætlum við að reyna keyra þetta í gang. Eftir að ég keyrði í gang hafa margir hér haft samband og spurt hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu og ég reyni að hjálpa til.“Meira fyrir gymmið en róróHalldór gaf út sitt fyrsta lagið sitt Kaflaskipti (minn eigin Guð) í byrjun árs og hefur verið nær óstöðvandi síðan. Umfjöllunarefni hans er ekkert endilega eins og heyrist í flestum hiphopp-lögum. Eins og aðrir fjallar hann um sinn eigin raunveruleika sem þó er hugsanlega öllu stilltari til hófs en hjá mörgum öðrum þekktum röppurum landsins. Í nýjasta laginu eru til dæmis mörg „lyf“ nefnd á nafn en þar má telja, D-vítamín, lýsi og nór-adrenalín. Þar heyrist kannski að Halldór er meira fyrir gymmið en róró. „Ég er líka að fikta við jiu jittsu og MMA. Ég er svona 70% íþróttamaður og 30% djammari. Ég held fast í það og æfi oft í viku. Ég vil nú samt samtvinna þetta bæði en ég hef bara ekkert efni á því að vera rappa um dóp og peninga. Ég djamma alveg eitthvað en það er ekki aðalmálið hjá mér.“ KÁ AKÁ hitar upp fyrir tónleika Emmsjé Gauta á Græna hattinum um helgina. Tónlist Tengdar fréttir Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30 Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30 Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rapparinn KÁ AKÁ hefur á hálfu ári verið að koma sér á kortið sem bjartasta von norðlenska hiphopsins. Hann kemur frá Akureyri og gefur í kvöld út sitt fimmta lag Vaknaðu við tölvuskreytt myndband leikstjórans Jóns Þórs Sigurðssonar.Lagið má sjá og heyra hér fyrir ofan.Senan á Akureyri að lifna viðHér er algjörlega um norðlenska afurð að ræða þar sem allir sem komu að laginu er úr hiphop-senunni á Akureyri sem vaknar nú til lífsins aftur eftir dvala. Hér koma bæði nýgræðingar og vanir menn við sögu því tónlistina gerir enginn annar en Toggi Nolem, liðsmaður Skyttanna. „Ég er að reyna halda hiphoppinu gangandi hér á Akureyri,“ segir KÁ AKÁ sem heitir Halldór Kristinn Harðarson réttu nafni. „Það eru góðir rapparar sem hafa komið frá Akureyri. Skytturnar, Kött Grá Pjé og fleiri. Það hefur þó ekki verið að gerast mikið undanfarið og nú ætlum við að reyna keyra þetta í gang. Eftir að ég keyrði í gang hafa margir hér haft samband og spurt hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu og ég reyni að hjálpa til.“Meira fyrir gymmið en róróHalldór gaf út sitt fyrsta lagið sitt Kaflaskipti (minn eigin Guð) í byrjun árs og hefur verið nær óstöðvandi síðan. Umfjöllunarefni hans er ekkert endilega eins og heyrist í flestum hiphopp-lögum. Eins og aðrir fjallar hann um sinn eigin raunveruleika sem þó er hugsanlega öllu stilltari til hófs en hjá mörgum öðrum þekktum röppurum landsins. Í nýjasta laginu eru til dæmis mörg „lyf“ nefnd á nafn en þar má telja, D-vítamín, lýsi og nór-adrenalín. Þar heyrist kannski að Halldór er meira fyrir gymmið en róró. „Ég er líka að fikta við jiu jittsu og MMA. Ég er svona 70% íþróttamaður og 30% djammari. Ég held fast í það og æfi oft í viku. Ég vil nú samt samtvinna þetta bæði en ég hef bara ekkert efni á því að vera rappa um dóp og peninga. Ég djamma alveg eitthvað en það er ekki aðalmálið hjá mér.“ KÁ AKÁ hitar upp fyrir tónleika Emmsjé Gauta á Græna hattinum um helgina.
Tónlist Tengdar fréttir Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30 Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30 Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sífellt meiri tengsl rapps og íþrótta Skilin á milli tónlistar og íþrótta verða sífellt óskýrari, sér í lagi þegar rapparar eiga í hlut. Vinskapur hefur skapast milli fremstu íþróttamanna landsins og helstu rappara þjóðarinnar. Vísir leiðir lesendur í gegnum sögu tengslanna með tilheyrandi tónaveislu. 15. október 2015 12:30
Platan verður óður til aldamótarapparanna Meðal gestarappara verða Cell 7, Kött Grá Pjé og 7Berg. 27. febrúar 2015 09:30
Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu Akureyski rapparinn nær nýjum hæðum með sumarslagaranum Aheybaró. 21. júní 2013 13:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“