Fjórtán þingmenn sagst ætla að hætta Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Áform núverandi þingmanna fyrir næstu kosningar Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira