Fjórtán þingmenn sagst ætla að hætta Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Áform núverandi þingmanna fyrir næstu kosningar Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira