Fjórtán þingmenn sagst ætla að hætta Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Áform núverandi þingmanna fyrir næstu kosningar Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira