Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 01:06 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðssdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi um sigurinn í kvennakeppni heimsleikanna í crossfit í fyrra og það stefnir í annað einvígi íslensku stelpnanna í ár. Katrín Tanja náði öðrum bestum árangri í níundu grein keppninnar og það kom henni upp í toppsætið fyrir síðustu grein dagsins. Það verður tíunda greinin en aðrar fjórar fara síðan fram á morgun og því er mikið af stigum eftir í pottinum. Níunda greinin hét "The Separator" og þar þurftu þær meðal annars að gera öfugar handlyftur í hringjum sem reyndist mörgum mjög erfitt. Katrín Tanja nýtti sér hinsvegar vel reynslu sína úr fimleikum og sá grunnur kom sér vel fyrir hana. Katrín Tanja er komin með 642 stig eftir að hafa fengið 94 stig fyrir níundu greinina. Katrín Tanja er tólf stigum á undan löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara varð í fimmta sæti í níundu greininnni og hefur aldrei endaði neðar en 17 sæti í þeim níu greinum sem eru búnar. Samantha Briggs sem var á toppnum fyrir greinina datt niður í fjórða sætið en er þó bara 24 stigum á eftir Katrínu. Tia-Clair Toomey er í þriðja sætinu, aðeins tveimur stigum á eftir Ragnheiði Söru og fjórtán stigum á eftir Katrínu Tönju. Annie Mist Þórisdóttir náði ekki tímamörkunum en endaði í 18. sæti í níundu greininni. Hún er í tíunda sætinu í heildarkeppninni og er ekki líkleg til að berjast um verðlaunin í ár. Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki alveg að fylgja eftir fyrstu keppni dagsins þar sem hún varð þriðja. Þuríður Erla náði 23. besta árangrinum í grein níu og er í 16. sæti í heildarkeppninni. Það eru enn fimm greinar eftir af keppninni þar af verður ein þeirra seinna í nótt. CrossFit Fimleikar Tengdar fréttir Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðssdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi um sigurinn í kvennakeppni heimsleikanna í crossfit í fyrra og það stefnir í annað einvígi íslensku stelpnanna í ár. Katrín Tanja náði öðrum bestum árangri í níundu grein keppninnar og það kom henni upp í toppsætið fyrir síðustu grein dagsins. Það verður tíunda greinin en aðrar fjórar fara síðan fram á morgun og því er mikið af stigum eftir í pottinum. Níunda greinin hét "The Separator" og þar þurftu þær meðal annars að gera öfugar handlyftur í hringjum sem reyndist mörgum mjög erfitt. Katrín Tanja nýtti sér hinsvegar vel reynslu sína úr fimleikum og sá grunnur kom sér vel fyrir hana. Katrín Tanja er komin með 642 stig eftir að hafa fengið 94 stig fyrir níundu greinina. Katrín Tanja er tólf stigum á undan löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara varð í fimmta sæti í níundu greininnni og hefur aldrei endaði neðar en 17 sæti í þeim níu greinum sem eru búnar. Samantha Briggs sem var á toppnum fyrir greinina datt niður í fjórða sætið en er þó bara 24 stigum á eftir Katrínu. Tia-Clair Toomey er í þriðja sætinu, aðeins tveimur stigum á eftir Ragnheiði Söru og fjórtán stigum á eftir Katrínu Tönju. Annie Mist Þórisdóttir náði ekki tímamörkunum en endaði í 18. sæti í níundu greininni. Hún er í tíunda sætinu í heildarkeppninni og er ekki líkleg til að berjast um verðlaunin í ár. Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki alveg að fylgja eftir fyrstu keppni dagsins þar sem hún varð þriðja. Þuríður Erla náði 23. besta árangrinum í grein níu og er í 16. sæti í heildarkeppninni. Það eru enn fimm greinar eftir af keppninni þar af verður ein þeirra seinna í nótt.
CrossFit Fimleikar Tengdar fréttir Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45
Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36