Sáu 580 seli í selatalningu ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2016 15:44 Selatalningin fór fram í tíunda skiptið í ár. Vísir/Vilhelm Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“ Fréttir af flugi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“
Fréttir af flugi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira