Aron Can undirbýr framkomu á Mýraboltanum Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 16:39 Aron Can er eflaust að lifa besta sumar ævi sinnar. Vísir/Vilhelm Bjartasta von Íslands í rappheimum er án vafa hinn 16 ára Aron Can úr Grafarvogi. Frá því að rapparinn sprengdi netþjón sinn við útgáfu fyrstu plötu sinnar Þekkir stráginn í maí hefur hann haft í nógu að snúast. Lög hans hafa verið á topp 10 listanum yfir mest spiluðu lögin á Spotify hér á Íslandi nánast frá útgáfudegi. Vinsælasta lagið hans Enginn mórall hefur fengið yfir 320 þúsund spilanir á Spotify. Í kjölfarið var fjallað ítarlega um hann í sjónvarpsþáttaröðinni Rapp í Reykjavík. Fljótlega kemur svo út nýtt myndband við lagið Silfurskotta sem Aron gerði með Emmsjé Gauta og er að finna á frábærri plötu hans Vagg&Velta. Tónlistin gefur það vel þessa daganna að Aron sá enga ástæðu til þess að leita sér að sumarvinnu eins og margir aðrir samnemendur hans úr Borgarholtsskóla hafa líklegast gert. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Aron sem er að undirbúa spilamennsku á Ísafirði um Verslunarmannahelgina en hann kemur fram á tónleikum tengdum Mýraboltanum. „Ég er bara að njóta þess að hafa gaman. Enginn skóli maður. Nóg tími í tónlistina.“ Aron var hér áður fyrr virkur í fótboltanum en segist hafa skipt alveg yfir í tónlistina. Í sumar hefur hann verið að spila víða, m.a. á Akureyri og á fjölda uppákomum á höfuðborgarsvæðinu.Nýja lagið er sumarlagNýlega gaf Aron út nýtt lag, sem er ekki að finna á fyrstu plötu hans, sem heitir Með mér. Lagið er komið í yfir 60 þúsund spilanir á Spotify og yfir 50 þúsund áhorf á YouTube.Lagið má heyra hér fyrir ofan.„Við gerðum þetta á meðan við vorum að gera plötuna, eða mixteipið, og vildum gefa það út til þess að sýna fram á fjölbreytileika okkar. Þetta er svona dance-hall meira en hiphop. Ég hlusta ekkert svo mikið á svona tónlist sjálfur. Þetta er sumarlegt og útvarpsvænt. Vildum bara prófa að gefa út eitt svoleiðis lag.“Aron Can fór beint í þáttinn Rapp í Reykjavík þrátt fyrir stuttan feril. Hér sést hann með Dóra DNA á góðri stund.Vísir/Gaukur ÚlfarssonAron Can og hans krúAron segist hafa verið að vinna nýja tónlist á fullu í sumar en hefur ekki gert nein plön um hvernig eða hvenær hann ætli að sleppa þeim lausum til aðdáenda sinna. „Aðal áherslan er að búa til tónlist svo ákváðum við bara seinna meir hvað við gerum við hana.“ Aron segist vera með 20 manna krú. Það sé sett saman af öllum vinum hans. Hluti af því er tónlistarteymið en þar eru fjórir sýnilegir á sviði og annað. „Við erum að kanna margar leiðir akkúrat núna. Það hafa opnast svo margir möguleikar fyrir okkur og við erum bara að sjá hvað við getum gerst. Við erum ekkert endilega að festa okkur í því að gefa út annað mixteip strax. Ég býst við því að gefa út annað lag í sumar og gerum sennilega myndband við það. Annars er stærsti hluti tónlistarinnar sem við erum að gera núna ekkert endilega mikil sumartónlist. Það er meira svona leitnæt október fílingur. Nýja stöffið er aðeins dekkra en það sem við höfum verið að gera. Lögin eru ekkert endilega sorgleg en maður finnur að þau muna virka betur í vetur.“ Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bjartasta von Íslands í rappheimum er án vafa hinn 16 ára Aron Can úr Grafarvogi. Frá því að rapparinn sprengdi netþjón sinn við útgáfu fyrstu plötu sinnar Þekkir stráginn í maí hefur hann haft í nógu að snúast. Lög hans hafa verið á topp 10 listanum yfir mest spiluðu lögin á Spotify hér á Íslandi nánast frá útgáfudegi. Vinsælasta lagið hans Enginn mórall hefur fengið yfir 320 þúsund spilanir á Spotify. Í kjölfarið var fjallað ítarlega um hann í sjónvarpsþáttaröðinni Rapp í Reykjavík. Fljótlega kemur svo út nýtt myndband við lagið Silfurskotta sem Aron gerði með Emmsjé Gauta og er að finna á frábærri plötu hans Vagg&Velta. Tónlistin gefur það vel þessa daganna að Aron sá enga ástæðu til þess að leita sér að sumarvinnu eins og margir aðrir samnemendur hans úr Borgarholtsskóla hafa líklegast gert. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Aron sem er að undirbúa spilamennsku á Ísafirði um Verslunarmannahelgina en hann kemur fram á tónleikum tengdum Mýraboltanum. „Ég er bara að njóta þess að hafa gaman. Enginn skóli maður. Nóg tími í tónlistina.“ Aron var hér áður fyrr virkur í fótboltanum en segist hafa skipt alveg yfir í tónlistina. Í sumar hefur hann verið að spila víða, m.a. á Akureyri og á fjölda uppákomum á höfuðborgarsvæðinu.Nýja lagið er sumarlagNýlega gaf Aron út nýtt lag, sem er ekki að finna á fyrstu plötu hans, sem heitir Með mér. Lagið er komið í yfir 60 þúsund spilanir á Spotify og yfir 50 þúsund áhorf á YouTube.Lagið má heyra hér fyrir ofan.„Við gerðum þetta á meðan við vorum að gera plötuna, eða mixteipið, og vildum gefa það út til þess að sýna fram á fjölbreytileika okkar. Þetta er svona dance-hall meira en hiphop. Ég hlusta ekkert svo mikið á svona tónlist sjálfur. Þetta er sumarlegt og útvarpsvænt. Vildum bara prófa að gefa út eitt svoleiðis lag.“Aron Can fór beint í þáttinn Rapp í Reykjavík þrátt fyrir stuttan feril. Hér sést hann með Dóra DNA á góðri stund.Vísir/Gaukur ÚlfarssonAron Can og hans krúAron segist hafa verið að vinna nýja tónlist á fullu í sumar en hefur ekki gert nein plön um hvernig eða hvenær hann ætli að sleppa þeim lausum til aðdáenda sinna. „Aðal áherslan er að búa til tónlist svo ákváðum við bara seinna meir hvað við gerum við hana.“ Aron segist vera með 20 manna krú. Það sé sett saman af öllum vinum hans. Hluti af því er tónlistarteymið en þar eru fjórir sýnilegir á sviði og annað. „Við erum að kanna margar leiðir akkúrat núna. Það hafa opnast svo margir möguleikar fyrir okkur og við erum bara að sjá hvað við getum gerst. Við erum ekkert endilega að festa okkur í því að gefa út annað mixteip strax. Ég býst við því að gefa út annað lag í sumar og gerum sennilega myndband við það. Annars er stærsti hluti tónlistarinnar sem við erum að gera núna ekkert endilega mikil sumartónlist. Það er meira svona leitnæt október fílingur. Nýja stöffið er aðeins dekkra en það sem við höfum verið að gera. Lögin eru ekkert endilega sorgleg en maður finnur að þau muna virka betur í vetur.“
Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04