Tapa Eyjamenn sjötta árið í röð í síðasta leik fyrir Þjóðhátíð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 14:00 Bjarni Jóhannsson þjálfar ÍBV-liðið. Vísir/Anton Síðasti fótboltaleikurinn fyrir Verslunarmannahelgi fer fram í Eyjum í kvöld þegar Eyjamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Val. Leikurinn fer fram á Hásteinsvellinum, rétt við Herjólfsdalinn, þar sem Þjóðhátíð verður síðan haldin að venju á næstu dögum. Leikur ÍBV og FH hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það er athyglisvert að skoða gengi Eyjamanna í síðasta leik liðsins fyrir Þjóðhátíð undanfarin tímabil en það hafa ekki verið alltof kátir fótboltamenn úr ÍBV-liðinu sem hafa mætt í Dalinn á síðustu Verslunarmannahelgum. Eyjamenn hafa nefnilega tapað síðasta leik fyrir Þjóðhátíð undanfarin fimm ár og þar af hafa Vestmannaeyingar dottið út úr bikarnum við þessar aðstæður undanfarin tvö ár. KR sló ÍBV út bikarnum í undanúrslitaleik á KR-velli 2015 og sló ÍBV út úr undanúrslitum bikarsins á Hásteinsvellinum 2014. Sumarið 2013 töpuðu Eyjamenn bæði síðasta leik fyrir Þjóðhátíð sem og leik á móti FH sem fór fram á miðri Þjóðhátíð. Liðið tapaði líka síðasta leik sínum fyrir Verslunarmannahelgina 2011 og 2012. Eyjamenn mættu síðast sigurreifir inn á Þjóðhátíðina árið 2010 eða fyrir sex árum síðan. ÍBV-liðið vann þá 3-1 sigur á Val 25. júlí eða á sunnudaginn fyrir Þjóðhátíð. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk í leiknum og Danien Justin Warlem jafnaði áður metin í 1-1 eftir að Valsmenn höfðu komist yfir strax á 9. mínútu. Þjálfari Eyjamann í þessum leik var Heimir Hallgrímsson en undir hans stjórn vann ÍBV-liðið síðasta leik sinn fyrir Þjóðhátíð tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Það eru einu sigrar liðsins í þessum lokaleik fyrir Verslunarmannahelgina undanfarin áratug.Síðasti leikur ÍBV fyrir Þjóðhátíð síðasta áratug:2015 4-1 fyrir KR í bikar2014 5-2 fyrir KR í bikar2013 3-1 tap fyrir Blikum í deildog 2-1 tap fyrir FH í deild á Þjóðhátíð (laugardagur)2012 1-0 tap fyrir Blikum í deild2011 2-0 tap fyrir Þór Akureyri í deild2010 3-1 sigur á Val í deild2009 1-0 sigur á Stjörnunni í deild2008 1-0 tap fyrir Stjörnunni í deild (B-deild)2007 0-0 jafntefli við Fjarðabyggð í deild (B-deild)2006 5-0 tap fyrir Val í deild Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Síðasti fótboltaleikurinn fyrir Verslunarmannahelgi fer fram í Eyjum í kvöld þegar Eyjamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Val. Leikurinn fer fram á Hásteinsvellinum, rétt við Herjólfsdalinn, þar sem Þjóðhátíð verður síðan haldin að venju á næstu dögum. Leikur ÍBV og FH hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það er athyglisvert að skoða gengi Eyjamanna í síðasta leik liðsins fyrir Þjóðhátíð undanfarin tímabil en það hafa ekki verið alltof kátir fótboltamenn úr ÍBV-liðinu sem hafa mætt í Dalinn á síðustu Verslunarmannahelgum. Eyjamenn hafa nefnilega tapað síðasta leik fyrir Þjóðhátíð undanfarin fimm ár og þar af hafa Vestmannaeyingar dottið út úr bikarnum við þessar aðstæður undanfarin tvö ár. KR sló ÍBV út bikarnum í undanúrslitaleik á KR-velli 2015 og sló ÍBV út úr undanúrslitum bikarsins á Hásteinsvellinum 2014. Sumarið 2013 töpuðu Eyjamenn bæði síðasta leik fyrir Þjóðhátíð sem og leik á móti FH sem fór fram á miðri Þjóðhátíð. Liðið tapaði líka síðasta leik sínum fyrir Verslunarmannahelgina 2011 og 2012. Eyjamenn mættu síðast sigurreifir inn á Þjóðhátíðina árið 2010 eða fyrir sex árum síðan. ÍBV-liðið vann þá 3-1 sigur á Val 25. júlí eða á sunnudaginn fyrir Þjóðhátíð. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk í leiknum og Danien Justin Warlem jafnaði áður metin í 1-1 eftir að Valsmenn höfðu komist yfir strax á 9. mínútu. Þjálfari Eyjamann í þessum leik var Heimir Hallgrímsson en undir hans stjórn vann ÍBV-liðið síðasta leik sinn fyrir Þjóðhátíð tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Það eru einu sigrar liðsins í þessum lokaleik fyrir Verslunarmannahelgina undanfarin áratug.Síðasti leikur ÍBV fyrir Þjóðhátíð síðasta áratug:2015 4-1 fyrir KR í bikar2014 5-2 fyrir KR í bikar2013 3-1 tap fyrir Blikum í deildog 2-1 tap fyrir FH í deild á Þjóðhátíð (laugardagur)2012 1-0 tap fyrir Blikum í deild2011 2-0 tap fyrir Þór Akureyri í deild2010 3-1 sigur á Val í deild2009 1-0 sigur á Stjörnunni í deild2008 1-0 tap fyrir Stjörnunni í deild (B-deild)2007 0-0 jafntefli við Fjarðabyggð í deild (B-deild)2006 5-0 tap fyrir Val í deild
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira