Trump svaraði spurningum á Reddit Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 10:39 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump tók sig til og svaraði spurningum á Reddit í gærkvöldi. Í heildina svaraði hann þrettán spurningum notenda, en lítið nýtt kom fram varðandi stefnumál hans. Umræðan sýndi þó vel fram á hvaða mál brenna á stuðningsmönnum Donald Trump.Hann byrjaði umræðuna á því að taka fram að hann væri í flugi og tengingin þar væri ekki sú besta. Hann myndi þó svara öllum þeim spurningum sem hann gæti. Stuðningsmenn hans spurðu hundruð spurninga um margvísleg málefni en svörin voru yfirleitt ein eða tvær setningar. Eitt af lengri svörum Trump sneri að því að sannfæra stuðningsmenn Bernie Sanders um að hann myndi taka á móti þeim opnum örmum. Eina Redditsvæðið sem er stærra en svæði Trump er svæði Sanders.Redditsvæði Trump, r/The Donald, er gífurlega vinsælt, en stjórnendur þess stýrðu umræðunni af mikilli áfergju. Nýjum notendum var ekki gert kleift að spyrja og svo virðist sem harðir stuðningsmenn hans hafi verið í miklum meirihluta. Áður en umræðan hófst tilkynntu stjórnendur hennar að fjöldinn allur af athugasemdum yrðu fjarlægðar. Eitt svar Trump snerist um innflytjendastefnu hans og sagðist hann hafa lagt fram ítarlega stefnu á vefsvæði sínu. Hann sagði þá stefnu snúa að því að vernda störf Bandaríkjamanna.Buzzfeed bendir þó á að Trump sé nú að vinna að því að fá 78 erlenda aðila í vinnu á sveitaklúbbi og golfvelli sem hann á. Um er að ræða láglaunastörf. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump tók sig til og svaraði spurningum á Reddit í gærkvöldi. Í heildina svaraði hann þrettán spurningum notenda, en lítið nýtt kom fram varðandi stefnumál hans. Umræðan sýndi þó vel fram á hvaða mál brenna á stuðningsmönnum Donald Trump.Hann byrjaði umræðuna á því að taka fram að hann væri í flugi og tengingin þar væri ekki sú besta. Hann myndi þó svara öllum þeim spurningum sem hann gæti. Stuðningsmenn hans spurðu hundruð spurninga um margvísleg málefni en svörin voru yfirleitt ein eða tvær setningar. Eitt af lengri svörum Trump sneri að því að sannfæra stuðningsmenn Bernie Sanders um að hann myndi taka á móti þeim opnum örmum. Eina Redditsvæðið sem er stærra en svæði Trump er svæði Sanders.Redditsvæði Trump, r/The Donald, er gífurlega vinsælt, en stjórnendur þess stýrðu umræðunni af mikilli áfergju. Nýjum notendum var ekki gert kleift að spyrja og svo virðist sem harðir stuðningsmenn hans hafi verið í miklum meirihluta. Áður en umræðan hófst tilkynntu stjórnendur hennar að fjöldinn allur af athugasemdum yrðu fjarlægðar. Eitt svar Trump snerist um innflytjendastefnu hans og sagðist hann hafa lagt fram ítarlega stefnu á vefsvæði sínu. Hann sagði þá stefnu snúa að því að vernda störf Bandaríkjamanna.Buzzfeed bendir þó á að Trump sé nú að vinna að því að fá 78 erlenda aðila í vinnu á sveitaklúbbi og golfvelli sem hann á. Um er að ræða láglaunastörf.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira