Meðal þess sem þær töluðu um voru skoðanir Trump á minnihlutahópum. America sagði að í augum Trump væri hún nauðgari. Fjölskylda hennar kemur frá Mexíkó en Trump vill, eins og frægt er, banna fleiri innflytjendur þaðan sem og annarsstaðar. Hann hefur meira að segja gengið svo langt að segjast vilja byggja vegg á milli Mexíkó og Bandaríkjana svo að fólk komist ekki ólöglega inn í landið.
Ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.