Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. júlí 2016 07:00 Barack Obama og Hillary Clinton á landsþingi Demókrataflokksins í Philadelphíu. vísir/epa „Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
„Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira