Nokkrir Íslendingar komu við sögu í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.
Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 20 mínúturnar þegar Rapid Vín gerði markalaust jafntefli við Zhodino í Búlgaríu.
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Grasshopper sem vann 2-1 sigur á Apollon frá Kýpur.
Varamaðurinn Numa Lavanchy var hetja svissneska liðsins en hann skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Grasshopper sló KR út í síðustu umferð en Rúnar Már skoraði bæði mörk liðsins í seinni leiknum.
Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í byrjunarliði sænska liðsins AIK sem laut í lægra haldi, 1-0, fyrir Panathinaikos á útivelli.
Haukur Heiðar fékk að líta gula spjaldið á 25. mínútu leiksins.
Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Krasnodar vann 0-3 sigur á Birkirkara á Möltu.
Sömu sögu var að segja af Hirti Hermannssyni sem kom ekkert við sögu þegar Bröndby tapaði 1-0 fyrir Herthu Berlin á útivelli.
Rúnar Már lék allan tímann í sigri Grasshopper
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
