28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin Jóhann ÓLI EIÐSSON skrifar 29. júlí 2016 22:05 Umrædd vél er leiguvél sem félagið notar þar sem afhending á nýrri Airbus vél tafðist. Vísir/vilhelm 28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35
Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05
Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22