Viðbrögð Íslendinga kveikja von í brjósti stuðningsmanns Íslands sem stunginn var í París: „Færið okkur norðurljósin á erfiðum tímum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 11:30 Lögreglumaðurinn sem stunginn var í París eftir leik Íslands og Frakklands er djúpt snortinn yfir viðbrögðum Íslendinga. vísir/epa Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45