Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:00 Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00