Húh-ið okkar Íslendinga í stóru hlutverki í uppgjörsmyndbandi Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar vel heppnuðu víkingaklappi eftir sigurinn á Austurríki. Vísir/EPA Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira