Þorri Geir er búinn að skrifa undir samning við Virginiu-háskólann en í samtali við fótbolti.net segir hann: „Fótboltinn þarna er betri en menn halda. Þetta er gluggi fyrir MLS. Þjálfarinn í liðinu er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Bandaríkjanna og það er allt til alls.“
Þrátt fyrir mikla breidd er þetta ákveðið áfall fyrir Stjörnuliðið en Þorri Geir hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu síðan hann skaust upp á stjörnuhiminn 2014 þegar Garðabæjarliðið varð Íslandsmeistari.
Þorri Geir er búinn að spila tíu leiki fyrir Stjörnuna í sumar, þar af níu leiki sem byrjunarliðsmaður. Hann er búinn að byrja fimm síðustu leiki liðsins í Pepsi-deildinni.
Miðjumaðurinn öflugi ætti að ná leik Stjörnunnar gegn Þrótti í 14. umferðinni í ágúst en síðan heldur hann út til Bandaríkjanna.
Congratulation to Thorri Geir Runarsson who committed to University of Virginia.We are excited to follow your career pic.twitter.com/OCd6W7gGzb
— Soccer and Education (@SEUSA_) July 11, 2016