Clinton hefur átt í vandræðum með að ná til ungs fólks í Bandaríkjunum sem veitt hafa Sanders mikinn stuðning.
„Þessi kjörbarátta er um þarfir Bandaríkjamanna og að takast á við alvarlega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að, nú þegar við nálgumst nóvember, sé Hillary Clinton langtum besti frambjóðandinn til að gera það,“ er haft eftir Sanders á vef BBC.
Hann sagði einnig að öllum ætti að vera ljóst að þau tvö hafi ekki verið sammála um mörg málefni. Hins vegar hefðu þau náð verulega saman á undanförnum vikum.
„Við erum að snúa bökum saman til þess að sigra Donald Trump,“ sagði Hillary Clinton.