Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:51 Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður." Brexit Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður."
Brexit Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira