Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2016 07:27 Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. .. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. ..
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11