Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2016 07:27 Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. .. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. ..
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11