Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó