Birtingarmynd kerfisins stjórnarmaðurinn skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira