Víkingar hafa ekki heyrt af áhuga Vals á enska framherjanum Gary Martin og ekkert tilboð hefur borist að sögn Heimis Gunnlaugssonar, formanns meistaraflokksráðs hjá Pepsi-deildarliðinu.
Fótboltavefurinn 433.is heldur því fram að Valsmenn vilji fá Gary Martin í sínar raðir þegar félagaskiptagluginn opnar eftir tvo daga og samkvæmt heimildum vefsins er Valur að undirbúa tilboð í framherjann.
Gary gekk í raðir Víkinga frá KR í vetur og er búinn að skora fjögur mörk í tíu deildarleikjum fyrir liðið.
„Það hefur ekkert tilboð borist og ég hef ekkert heyrt af þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri eitthvað um þetta. Gary Martin er ekki til sölu,“ segir Heimir Gunnlaugsson í samtali við Vísi.
Valsmenn virðast ætla að styrkja liðið sitt hressilega í glugganum en það er búið að ganga frá samningum við tvo danska leikmenn og þá er liðið að fá til sín Sveinn Aron Guðjohnsen eins og kom fram fyrr í dag.
Gary Martin er ekki til sölu
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
