Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.

Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég.