Ákveðið hefur verið að draga úr aðgerðum með kvöldi við leitina að franska ferðamanninum sem féll ofan í Sveinsgil í gær. Leitin hefur enn ekki borið neinn árangur og búist er við því að aðgerðum á svæðinu verði haldið áfram af krafti strax aftur í fyrramálið.
Lögreglan á Suðurlandi segir að aðgerðir muni halda óbreyttar áfram til klukkan tíu í kvöld en eftir það verði mannskap á svæðinu fækkað.
Aðstæður á svæðinu eru erfiðar og vatnavextir miklir sem gerir aðgerðina hættulega. Þetta er ein umfangmesta björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessu slóðum en í morgun voru um 53 óbreyttir björgunarsveitamenn á slysstað.
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil: Ákveðið að draga úr aðgerðum í nótt
Tengdar fréttir

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina
Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi.

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni
Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið.