Umdeildur utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 11:30 Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Útnefning Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna og eins af forsvarsmönnum Brexit, sem utanríkisráðherra Bretlands hefur vakið furðu víða um heim. Johnson er vægast sagt umdeildur og hefur hann móðgað fólk um allan heim á undanförnum árum. Þar á meðal þjóðarleiðtoga.Erdogan og geitin Í maí vann hann verðlaun fyrir ljóð um Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ljóðið var mjög dónalegt og fjallar meðal annars um að Erdogan hafi haft ástarmök við geit. Þá er hann einnig kallaður „wankerer“ í ljóðinu.Johnson samdi ljóðið eftir að Erdogan höfðaði mál gegn þýskum grínista fyrir móðgandi ljóð um sig. Erdogan hefur höfðað mál gegn þúsundum manna í Tyrklandi fyrir að móðga sig. „Ef einhver vill segja brandara um ástina sem blómstrar á milli forseta Tyrklands og geitar, ætti hann að geta það. Í öllum Evrópuríkjum og þar á meðal í Tyrklandi,“ sagði Boris Johnson.Johnson sat fastur í aparólu (e. Zip-line) í London við opnun ólympíuleikanna þar árið 2012. Línan var um 320 metra löng og hélt Johnson á tveimur breskum fánum. Hann endaði svo með því að sitja fastur þar í fimm mínútur fyrir framan margmenni. Hann var svo dreginn af starfsmönnum að enda línunnar.Sadismi Clinton Fyrr á þessu ári sagði Johnson að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, væri að hluta til kenískur. Þar af leiðandi væri innbyggt í hann að vera illa við Breska veldið. Þessi ummæli lét hann falla í blaðagrein eftir að Obama lýsti yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Hann sakaði Obama um að hafa fjarlægt styttu af Winston Churchill úr Hvíta húsinu. Staðreyndin er sú að styttan var í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þegar Obama tók við embætti en var færð á annan stað til að koma fyrir styttu af Martin Luther King. Johnson hefur margsinnis verið sakaður um rasisma.Boris Johnson birti grein í Telegraph árið 2007 um Hillary Clinton og tilraunir hennar til að verða forseti Bandaríkjanna. Í greininni sagði Johnson að Clinton liti út eins og sadískur hjúkrunarfræðingur á geðsjúkrahúsi. „Hún er með litað ljóst hár, þrýstnar varir og augnaráð eins og sadísk hjúkka á geðsjúkrahúsi.“ Í fyrra var Johnson í heimsókn í Tokyo í Japan. Þar fór hann í léttan rugby-leik við skólabörn og nokkra fullorðna á götum borgarinnar. Þar fór keppnisskapið aðeins með Johnson sem hrasaði og ruddi niður tíu ára dreng. Hann var þó fljótur að biðja drenginn afsökunar og drengurinn sagði að hann hefði einungis meitt sig lítillega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Johnson hefur farið fram úr sér á íþróttavelli. Árið 2014 felldi hann ungan dreng fyrir utan ráðhúsið í London þar sem þeir voru að spila fótbolta og árið 2006 stangaði hann þýska landsliðsmanninn Maurizio Gaudino í góðgerðaleik.Hann hefur einnig móðgað Donald Trump, sem er í framboði til forseta Bandaríkjanna, eins og Hillary Clinton. Trump sagði í desember að hlutar London væru stór hættulegir vegna öfgavæðingar. Johnson sagði að glæpatíðni hefði farið lækkandi í London sem og í New York. „Eina ástæðan fyrir því að ég myndi ekki fara í nokkur hverfi New York, er sú raunverulega hætta að ég gæti rekist á Donald Trump.“ Fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að taka saman hverja Johnson hefur móðgað í gegnum tíðina. Dæmin eru fjölmörg. Hann hefur móðgað yfirvöld í Kína. Hann hefur líkt ESB við Hitler og nasista. Hann hefur móðgað Frakka, Palestínumenn, bandaríska stjórnmálamenn og marga fleiri.Viðbrögðin Sama hvað hægt er að segja um Boris Johnson þá er hann litríkur. Margir virðast eiga í vandræðum með að sætta sig við að hann sé nú utanríkisráðherra og Bretar hafa margir hverjir farið hamförum á samfélagsmiðlum. Angela Eagle, þingkona Verkamannaflokksins, var að ræða um Johnson á fundi, þegar henni bárust fregnirnar um að hann yrði utanríkisráðherra. Hún brást skemmtilega við.This is how @angelaeagle reacted the moment she found out Boris Johnson was the new foreign secretary #reshufflehttps://t.co/1MPy3BsdHB— Press Association (@PA) July 13, 2016 Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, átti í erfiðleikum með að halda aftur af brosinu þegar hann var spurður um Boris Johnson. WATCH: @StateDept Deputy Spokesman @toner_mark react to @BorisJohnson's appointment as Foreign Secretary.https://t.co/7Fu6OW1jSx— CSPAN (@cspan) July 13, 2016 Utanríkisráðherra Frakklands sagði nú í morgun í útvarpsviðtali að Boris Johnson væri lygari. Hann hefði margsinnis logið að bresku þjóðinni í aðdraganda Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ralf Stegner, varaformaður SDP flokksins í Þýskalandi, sagði þetta benda til að Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, stæði á veikum grunni í embætti. Johnson hefði ekki sýnt fram á að hann væri góður diplómati. „Nú á hann að semja um Brexit. Njótið ferðarinnar!“ Boris Johnson virðist vita að hann þurfi að biðja fjölda fólks afsökunar. Blaðamaður Sky spurði hann út í það og nefndi til dæmis Barack Obama. Johnson sagði að Bandaríkin væru fyrst í röðinni.Boris Johnson speaks after being appointed Foreign Secretary by @Theresa_May https://t.co/WtOmHyTtmz— Sky News (@SkyNews) July 13, 2016 Twitter hefur brugðist skemmtilega við útnefningu Johnson og hafa margskonar fyndin tíst verið birt.Live footage as Boris Johnson starts to exercise his delicate diplomatic skills in his new role: pic.twitter.com/7yhUXCVJYd— Robert Wright (@RKWinvisibleman) July 13, 2016 “Sorry world”: This sign is on new Foreign Secretary @BorisJohnson's neighbour's fence #Cabinet pic.twitter.com/rjo4M3YM0o— Sky News (@SkyNews) July 14, 2016 Watch the moment new Foreign Secretary Boris Johnson seemed unable to find his car as he left his house this morninghttps://t.co/eRs788BXag— Press Association (@PA) July 14, 2016 I don't want to prematurely startle anyone but Boris Johnson is now in charge of MI6 #007 #JamesBond pic.twitter.com/QJdjqNvVcE— (((Jase S Goldy))) (@Goldy1970) July 14, 2016 Boris Johnson's strategy as Foreign Secretary. pic.twitter.com/SG5rhqlx0G— Helen Dale (@_HelenDale) July 14, 2016 There are literally zero images on the Internet of Boris Johnson looking serious AND LIKE A FOREIGN SECRETARY..! pic.twitter.com/FekmPIs6bn— kristyan benedict (@KreaseChan) July 13, 2016 Tweets about Boris Johnson Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson býður sig ekki fram Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins. 30. júní 2016 11:05 Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Borgarstjóri Lundúna er ekki hrifinn af afskiptum Bandaríkjaforseta af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið. Forsetinn hvetur til sameiningar og segir Bretland sterkara innan sambandsins. 23. apríl 2016 07:00 Boris er nýr utanríkisráðherra Bretlands Ný ríkisstjórn Theresu May er að mótast. Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. 13. júlí 2016 19:26 Atburðarásin eins og í House of Cards Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood. 2. júlí 2016 06:00 Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Boris Johnson segir David Cameron hafa lofað stórfyrirtækjum góðum samningum við ríkið fyrir að styðja áframhaldandi aðild Breta að ESB. 17. maí 2016 21:19 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Útnefning Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna og eins af forsvarsmönnum Brexit, sem utanríkisráðherra Bretlands hefur vakið furðu víða um heim. Johnson er vægast sagt umdeildur og hefur hann móðgað fólk um allan heim á undanförnum árum. Þar á meðal þjóðarleiðtoga.Erdogan og geitin Í maí vann hann verðlaun fyrir ljóð um Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ljóðið var mjög dónalegt og fjallar meðal annars um að Erdogan hafi haft ástarmök við geit. Þá er hann einnig kallaður „wankerer“ í ljóðinu.Johnson samdi ljóðið eftir að Erdogan höfðaði mál gegn þýskum grínista fyrir móðgandi ljóð um sig. Erdogan hefur höfðað mál gegn þúsundum manna í Tyrklandi fyrir að móðga sig. „Ef einhver vill segja brandara um ástina sem blómstrar á milli forseta Tyrklands og geitar, ætti hann að geta það. Í öllum Evrópuríkjum og þar á meðal í Tyrklandi,“ sagði Boris Johnson.Johnson sat fastur í aparólu (e. Zip-line) í London við opnun ólympíuleikanna þar árið 2012. Línan var um 320 metra löng og hélt Johnson á tveimur breskum fánum. Hann endaði svo með því að sitja fastur þar í fimm mínútur fyrir framan margmenni. Hann var svo dreginn af starfsmönnum að enda línunnar.Sadismi Clinton Fyrr á þessu ári sagði Johnson að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, væri að hluta til kenískur. Þar af leiðandi væri innbyggt í hann að vera illa við Breska veldið. Þessi ummæli lét hann falla í blaðagrein eftir að Obama lýsti yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Hann sakaði Obama um að hafa fjarlægt styttu af Winston Churchill úr Hvíta húsinu. Staðreyndin er sú að styttan var í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þegar Obama tók við embætti en var færð á annan stað til að koma fyrir styttu af Martin Luther King. Johnson hefur margsinnis verið sakaður um rasisma.Boris Johnson birti grein í Telegraph árið 2007 um Hillary Clinton og tilraunir hennar til að verða forseti Bandaríkjanna. Í greininni sagði Johnson að Clinton liti út eins og sadískur hjúkrunarfræðingur á geðsjúkrahúsi. „Hún er með litað ljóst hár, þrýstnar varir og augnaráð eins og sadísk hjúkka á geðsjúkrahúsi.“ Í fyrra var Johnson í heimsókn í Tokyo í Japan. Þar fór hann í léttan rugby-leik við skólabörn og nokkra fullorðna á götum borgarinnar. Þar fór keppnisskapið aðeins með Johnson sem hrasaði og ruddi niður tíu ára dreng. Hann var þó fljótur að biðja drenginn afsökunar og drengurinn sagði að hann hefði einungis meitt sig lítillega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Johnson hefur farið fram úr sér á íþróttavelli. Árið 2014 felldi hann ungan dreng fyrir utan ráðhúsið í London þar sem þeir voru að spila fótbolta og árið 2006 stangaði hann þýska landsliðsmanninn Maurizio Gaudino í góðgerðaleik.Hann hefur einnig móðgað Donald Trump, sem er í framboði til forseta Bandaríkjanna, eins og Hillary Clinton. Trump sagði í desember að hlutar London væru stór hættulegir vegna öfgavæðingar. Johnson sagði að glæpatíðni hefði farið lækkandi í London sem og í New York. „Eina ástæðan fyrir því að ég myndi ekki fara í nokkur hverfi New York, er sú raunverulega hætta að ég gæti rekist á Donald Trump.“ Fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að taka saman hverja Johnson hefur móðgað í gegnum tíðina. Dæmin eru fjölmörg. Hann hefur móðgað yfirvöld í Kína. Hann hefur líkt ESB við Hitler og nasista. Hann hefur móðgað Frakka, Palestínumenn, bandaríska stjórnmálamenn og marga fleiri.Viðbrögðin Sama hvað hægt er að segja um Boris Johnson þá er hann litríkur. Margir virðast eiga í vandræðum með að sætta sig við að hann sé nú utanríkisráðherra og Bretar hafa margir hverjir farið hamförum á samfélagsmiðlum. Angela Eagle, þingkona Verkamannaflokksins, var að ræða um Johnson á fundi, þegar henni bárust fregnirnar um að hann yrði utanríkisráðherra. Hún brást skemmtilega við.This is how @angelaeagle reacted the moment she found out Boris Johnson was the new foreign secretary #reshufflehttps://t.co/1MPy3BsdHB— Press Association (@PA) July 13, 2016 Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, átti í erfiðleikum með að halda aftur af brosinu þegar hann var spurður um Boris Johnson. WATCH: @StateDept Deputy Spokesman @toner_mark react to @BorisJohnson's appointment as Foreign Secretary.https://t.co/7Fu6OW1jSx— CSPAN (@cspan) July 13, 2016 Utanríkisráðherra Frakklands sagði nú í morgun í útvarpsviðtali að Boris Johnson væri lygari. Hann hefði margsinnis logið að bresku þjóðinni í aðdraganda Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ralf Stegner, varaformaður SDP flokksins í Þýskalandi, sagði þetta benda til að Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, stæði á veikum grunni í embætti. Johnson hefði ekki sýnt fram á að hann væri góður diplómati. „Nú á hann að semja um Brexit. Njótið ferðarinnar!“ Boris Johnson virðist vita að hann þurfi að biðja fjölda fólks afsökunar. Blaðamaður Sky spurði hann út í það og nefndi til dæmis Barack Obama. Johnson sagði að Bandaríkin væru fyrst í röðinni.Boris Johnson speaks after being appointed Foreign Secretary by @Theresa_May https://t.co/WtOmHyTtmz— Sky News (@SkyNews) July 13, 2016 Twitter hefur brugðist skemmtilega við útnefningu Johnson og hafa margskonar fyndin tíst verið birt.Live footage as Boris Johnson starts to exercise his delicate diplomatic skills in his new role: pic.twitter.com/7yhUXCVJYd— Robert Wright (@RKWinvisibleman) July 13, 2016 “Sorry world”: This sign is on new Foreign Secretary @BorisJohnson's neighbour's fence #Cabinet pic.twitter.com/rjo4M3YM0o— Sky News (@SkyNews) July 14, 2016 Watch the moment new Foreign Secretary Boris Johnson seemed unable to find his car as he left his house this morninghttps://t.co/eRs788BXag— Press Association (@PA) July 14, 2016 I don't want to prematurely startle anyone but Boris Johnson is now in charge of MI6 #007 #JamesBond pic.twitter.com/QJdjqNvVcE— (((Jase S Goldy))) (@Goldy1970) July 14, 2016 Boris Johnson's strategy as Foreign Secretary. pic.twitter.com/SG5rhqlx0G— Helen Dale (@_HelenDale) July 14, 2016 There are literally zero images on the Internet of Boris Johnson looking serious AND LIKE A FOREIGN SECRETARY..! pic.twitter.com/FekmPIs6bn— kristyan benedict (@KreaseChan) July 13, 2016 Tweets about Boris Johnson
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson býður sig ekki fram Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins. 30. júní 2016 11:05 Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Borgarstjóri Lundúna er ekki hrifinn af afskiptum Bandaríkjaforseta af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið. Forsetinn hvetur til sameiningar og segir Bretland sterkara innan sambandsins. 23. apríl 2016 07:00 Boris er nýr utanríkisráðherra Bretlands Ný ríkisstjórn Theresu May er að mótast. Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. 13. júlí 2016 19:26 Atburðarásin eins og í House of Cards Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood. 2. júlí 2016 06:00 Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Boris Johnson segir David Cameron hafa lofað stórfyrirtækjum góðum samningum við ríkið fyrir að styðja áframhaldandi aðild Breta að ESB. 17. maí 2016 21:19 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Boris Johnson býður sig ekki fram Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins. 30. júní 2016 11:05
Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Borgarstjóri Lundúna er ekki hrifinn af afskiptum Bandaríkjaforseta af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið. Forsetinn hvetur til sameiningar og segir Bretland sterkara innan sambandsins. 23. apríl 2016 07:00
Boris er nýr utanríkisráðherra Bretlands Ný ríkisstjórn Theresu May er að mótast. Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. 13. júlí 2016 19:26
Atburðarásin eins og í House of Cards Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood. 2. júlí 2016 06:00
Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Boris Johnson segir David Cameron hafa lofað stórfyrirtækjum góðum samningum við ríkið fyrir að styðja áframhaldandi aðild Breta að ESB. 17. maí 2016 21:19
Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent