Íslenska fótboltalandsliðið með mestu yfirburðina á Norðurlöndum í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 11:30 Birkir Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason eftir sigurleikinn á móti Englandi. Vísir/Getty Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00
Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00
Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45