Sørensen, sem verður 24 ára í næsta mánuði, kemur til Þróttar frá danska 1. deildarliðinu Silkeborg. Hann hefur einnig leikið með Verninge, Sanderum, Næsby og OB á ferlinum.
Sørensen var til reynslu hjá Þrótti í viku og félagið ákvað í kjölfarið að semja við hann. Hjá Þrótti hittir hann fyrir tvo Dani, Sebastian Steve Cann-Svärd og Kristian Larsen, en hvorugur þeirra hefur staðið undir væntingum í sumar.
Þróttur tilkynnti félagaskiptin Sørensen á Instagram en þar kemur fram að félagið muni eflaust bæta fleiri leikmönnum við sig í félagaskiptaglugganum sem opnar á morgun.
Þróttur er í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir 10 umferðir. Þróttarar mæta Víkingum í Víkinni í næsta leik sínum á mánudaginn.