Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:31 Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn. Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn.
Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58