Jeppe Hansen genginn í raðir KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 14:15 Jeppe Hansen með KR treyjuna. mynd/kr Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31
Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45