Spjalla saman um hinsegin bókmenntir Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júlí 2016 09:45 Ásta Kristín Benediktsdóttir er íslensku- og bókmenntafræðingur sem vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar. Mynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku. Hinsegin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku.
Hinsegin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira