Trump ætlaði upprunalega að kynna varaforsetaefni sitt í morgun, en frestaði því vegna árásarinnar í Nice. Þess í stað ætlar hann að halda blaðamannafund á morgun en fjölmiðlar í Bandaríkjunum voru búnir að segja frá því að Pence yrði fyrir valinu.
Samkvæmt Bloomberg hefur Pence barist fyrir að dregið yrði úr umfangi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Hann er einnig á móti fóstureyðingum og í fyrra skrifaði hann undir lög sem gerði fyrirtækjum kleyft að neita því að veita samkynhneigðum þjónustu.
Fjölmiðlar ytra segja að Pence gæti hjálpað Trump að ná til aðila í Repúblikanaflokknum sem ekki hafa viljað samþykja Trump og skoðanir hans. Meðal annars hefur Pence verið dyggilega studdur af Koch-bræðrunum sem ekki hafa viljað styrkja Donald Trump.
I am pleased to announce that I have chosen Governor Mike Pence as my Vice Presidential running mate. News conference tomorrow at 11:00 A.M.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2016