Tryggvi Guðmundsson segir Böðvari að „hætta þessum stælum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 15:57 Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki alveg nógu hrifinn af „stælunum“ í Böðvari Böðvarssyni, bakverði Íslandsmeistara FH, eins og hann orðar það sjálfur. Tryggvi gerir upp leik ÍBV og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær á fótbolti.net en þar töpuðu Íslandsmeistararnir stigum annan leikinn í röð er liðin skildu jöfn, 1-1. Svolítill hiti var í leiknum, en í fyrri hálfleik tæklaði Sindri Snær Magnússon Englendinginn Sam Hewson hressilega. Böðvar Böðvarsson var fyrstur á vettvang og ýtti við Sindra og uppskar gult spjald. „Ég vil meina að Sindri Snær hafi svolítið byrjað þetta en svo verður Böðvar Böðvarsson að hætta þessum stælum,“ segir Tryggvi við fótbolti.net. Böðvar „fiskaði“ Serbann Vladimir Tufegdzic í Víkingi út af í síðasta leik FH. Bakvörðurinn ýtti þá nokkrum sinnum við Serbanum sem á endanum brást illur við og gaf Böðvari olnbogaskot í magann. Fyrir það fékk Tufegdzic rautt spjald. „Böðvar fiskaði Tufa í Víkingi R. af velli í síðasta leik með því að ýta honum þrívegis, svo fær hann nett olnbogaskot og kvartar eins og hann sé saklausasti maður í heimi,“ segur Tryggvi. „Hann lenti í líku atviki í gær en ég var ánægður með Davíð Þór Viðarsson sem hljóp til Bödda og eiginlega bara skammaði hann og sagði honum að hætta þessari vitleysu. Böðvar er góður í fótbolta og ég myndi halda að hann myndi ekki vilja fá svona leiðindastimpil á sig,“ segir Tryggvi Guðmundsson. Tæklinguna og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en allt verður vitlaust eftir 33 sekúndur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki alveg nógu hrifinn af „stælunum“ í Böðvari Böðvarssyni, bakverði Íslandsmeistara FH, eins og hann orðar það sjálfur. Tryggvi gerir upp leik ÍBV og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær á fótbolti.net en þar töpuðu Íslandsmeistararnir stigum annan leikinn í röð er liðin skildu jöfn, 1-1. Svolítill hiti var í leiknum, en í fyrri hálfleik tæklaði Sindri Snær Magnússon Englendinginn Sam Hewson hressilega. Böðvar Böðvarsson var fyrstur á vettvang og ýtti við Sindra og uppskar gult spjald. „Ég vil meina að Sindri Snær hafi svolítið byrjað þetta en svo verður Böðvar Böðvarsson að hætta þessum stælum,“ segir Tryggvi við fótbolti.net. Böðvar „fiskaði“ Serbann Vladimir Tufegdzic í Víkingi út af í síðasta leik FH. Bakvörðurinn ýtti þá nokkrum sinnum við Serbanum sem á endanum brást illur við og gaf Böðvari olnbogaskot í magann. Fyrir það fékk Tufegdzic rautt spjald. „Böðvar fiskaði Tufa í Víkingi R. af velli í síðasta leik með því að ýta honum þrívegis, svo fær hann nett olnbogaskot og kvartar eins og hann sé saklausasti maður í heimi,“ segur Tryggvi. „Hann lenti í líku atviki í gær en ég var ánægður með Davíð Þór Viðarsson sem hljóp til Bödda og eiginlega bara skammaði hann og sagði honum að hætta þessari vitleysu. Böðvar er góður í fótbolta og ég myndi halda að hann myndi ekki vilja fá svona leiðindastimpil á sig,“ segir Tryggvi Guðmundsson. Tæklinguna og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en allt verður vitlaust eftir 33 sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira